Mai24

https://fb.me/e/4szEbpJxY

Siggi Björns og Franziska Günther. Tóngestur kvöldsins: Pálmi Sigurhjartarsson, píanósnigill Siggi og Franziska með eigin lög og mátulega sannar lygasögur. Siggi Björns hefur síðan 1988 lifað af spilamennsku út um allar trissur. Hann er frá Flateyri og ólst upp þar eins og aðrir púkar fyrir tíma dagheimila, við höfnina og í beitningarskúrunum. Síðan á unglingsárunum hefur gítarinn aldrei verið langt undan þó að það hafi lengi vel ekki verið hugmyndin að lifa af gítargutli. Síðustu árin hefur hann búinn að vera í Berlín og alltaf á ferðinni. Síðan 1990 er Siggi búinn að spila öll sumur á dönsku eyjunni Borgundarhólmi og er enn að, enda orðin einskonar goðsögn þar. Þar hitti hann Franzisku Günther fyrst. Hún var þá unglingur sem var farin að reyna fyrir sér við að troða upp með gítarinn. Í gegnum árin héldu þau alltaf sambandi og þegar Siggi kom til að spila í Waren Müritz í norður Þýskalandi, þar sem Franziska bjó, var hún alltaf dregin með á sviðið. Franziska er búin að gera það gott síðustu árin á Þýskum sviðum og annarstaðar í Evrópu með sinni tónlist. Titilagið af síðasta geisladisk Franzisku,“Besser wenn der Kopf Nicht Hängt“ lá í sjö mánuði á topp tíu á list yfir frásagnar og þjólagatónlistar í Þýskalandi. Síðustu sex ár hafa Siggi og Franziska unnið mikið saman og spilað vítt og breytt um norður Evrópu. Þau hafa samið þónokkuð af efni saman og gefið út. Í maí 2021 kom sólódiskur frá Sigga og eru flest lögin skrifuð í samvinnu við Franzisku. Á tónleikum spila þau að mestu efni úr eigin smiðju og mátulega sannar sögur því til stuðnings, og sem gestur í nokkur lög verður „Píanósnigillinn“ Pálmi Sigurhjartarsson með þeim, en Siggi og Pálmi hafa unnið saman af og til í gegnum árin. Þetta verður bara gaman.